HÓTELÞRIF

Við veitum sérhæfða þjónustu í ræsingu á hótelum. Allir verkliðir sem tengjast ræstingum og þrifum eru á okkar herðum. Kostir úthýsingar ræstingaþjónustu eru ótvíræðir og má það sjá á fjölda ánægðra viðskiptavina. Við bjóðum hæstu gæði, stöðugleika og gott utanumhald á öllum þáttum. Settu verkið í hendur fagmanna og láttu okkur sjá um starfsmannamálin, m.a. afleysingar í veikindum og fríum. Með því að fá okkur sem verktaka í þrifin færð þú aukinn tíma til að sinna rekstrinum.

 

Allir verkliðir er tengjast ræstingum og þrifum eru á okkar herðum:

– ráðning og þjálfun starfsfólks  

– afleysingar vegna veikindadaga, sumarleyfa eða fæðingarorlofa starfsfólks

– stjórnunarkostnaður

– birgðahald  

– ræstivörur og öll áhöld til ræstinga

– þvottur á tuskum og moppum

– vinnufatnaður starfsfólks

– starfsmannatryggingar

– að sjá til þess að kröfur Vinnueftirlitsins séu uppfylltar

 

Sólar var fyrsta ræstingafyrirtæki á Íslandi til að fá Svansvottun og erum við mjög stolt af því. Markaðurinn gerir auknar kröfur um umhverfisvæna hugsun og vottanir. Hótel í viðskiptum við Sólar getur kynnt viðskiptavinum sínum umhverfisvæna ræstingu.

Lögð er mikil áhersla á vellíðan starfsmanna og jákvætt viðmót því við vitum að gott starfsfólk skapar traust og vellíðan hjá viðskiptavinum okkar sem endurspeglast í viðmóti til viðskiptavina hótela. Við fylgjumst vel með ummælum viðskiptavina þeirra hótela sem við þjónustum á TripAdvisor, þau bera þess skýr merki að gestir taka eftir glaðlegu starfsfólki, hreinni hótelum og almennt betri gistingu. 

Fáðu ráðgjöf og við gerum tilboð þér að kostnaðarlausu um hvernig hagræða megi í þínu fyrirtæki þegar kemur að þrifum. Hafa samband