This is a headline for Stefnur page
And this is a subtitle if necessary.
.jpeg)
Umhverfisstefna Sólar
Umhverfisstefna Sólar er byggð á gildum félagsins, virðingu, jákvæðni og fagmennsku, og tekur til allrar starfsemi þess.
Sólar hefur einsett sér að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála, með því að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í ákvarðanatöku og daglegri starfsemi. Sólar leita ávallt að því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki, m.a. með umhverfisvottun Svansins.
Sólar hefur einsett sér að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála, með því að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í ákvarðanatöku og daglegri starfsemi. Sólar leita ávallt að því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki, m.a. með umhverfisvottun Svansins.
Stefnumarkmið
- Sólar mun á skilvirkan hátt stýra umhverfisþáttum starfseminnar út frá umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð.
- Sólar mun uppfylla allar lagalegar kröfur sem lúta að umhverfismálum.
- Sólar mun efla umhverfisvitund starfsfólks með reglulegri þjálfun.
- Sólar mun gera stefnu þessa aðgengilega öllu starfsfólki, verktökum og birgjum, kynna hana fyrir nýliðum og endurskoða þegar þurfa þykir.
- Sólar mun leitast eftir stöðugum umbótum í umhverfismálum út frá niðurstöðum mælinga og vöktunar. Auk þess mun Sólar framkvæma reglulegar skoðanir og úttektir á umhverfisstjórnkerfi fyrirtækisins.
- Sólar mun reglulega setja ný markmið í umhverfismálum út frá gildum og umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Sólar lítur á sig sem ábyrgan þátttakanda í hringrásarhagkerfinu og ber virðingu fyrir umhverfinu. Því lýsir Sólar yfir að allt starfsfólk jafnt sem verktakar skulu virða umhverfisstefnu fyrirtækisins í öllum störfum sínum.
Stefna þessi tekur gildi frá og með september 2024
Stefna Sólar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað
Yfirlýsing og skilgreiningar
Sólar ehf lýsir því yfir að allt starfsfólk á rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju. Einelti, kynferðisleg áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi er ekki liðið.
- Einelti
Sólar ehf lýsir því yfir að allt starfsfólk á rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju. Einelti, kynferðisleg áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi er ekki liðið. - Kynbundin áreitni
Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. - Kynferðisleg áreitni
Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. - Ofbeldi
Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.
Meginmarkmið
Markmið stefnu og viðbragðsáætlunar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi er að koma í veg fyrir slíka áreitni á vinnustaðnum og tryggja að úrræði séu til staðar telji aðili sig hafa orðið fyrir slíkri hegðun. Skilgreiningar á hugtökum í stefnu þessari og viðbragðsáætlun styðjast við gildandi vinnuverndarlög og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015.
Réttindi og skyldur
Starfsmaður sem orðið hefur fyrir eða hefur vitneskju um einelti, kynferðislega áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi á vinnustað skal upplýsa yfirmann, öryggistrúnaðarmann eða sviðsstjóra mannauðs um það.
Öllum aðilum ber skylda til að bregðast við eins fljótt og kostur er komi framábending um einelti, áreitni eða aðra óviðeigandi hegðun í garð starfsfólks á vinnustað. Öll mál sem berast um einelti, áreitni eða aðra óviðeigandi hegðun eru könnuð og er það á ábyrgð stjórnenda að tryggja það. Tryggt erað fyllsta trúnaðar sé gætt í hvívetna við meðferð mála og gagna til að vernda hagsmuni allra hlutaðeigandi.
Starfsfólk skal hafa gildi Sólar ehf – virðing, jákvæðni og fagmennsku – að leiðarljósi í daglegu starfi og sýna siðferðilega ábyrgð í samskiptum við samstarfsfólk.
Starfsfólki er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti, áreita eða beita það ofbeldi.
Allt starfsfólk skal taka þátt í að skapa jákvætt vinnuumhverfi sem stuðlar að vellíðan á vinnustað og er laust við einelti, kynferðislega áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi.
Nýju starfsfólki skal kynnt stefna og viðbragðsáætlun fyrirtækisins til að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá fyrirtækinu. Ef yfirmaður fær vitneskju um einelti, áreitni eða ofbeldi skal hann bregðast við í samræmi við viðbragðsáætlun.
Fyrirtækið mun grípa til aðgerða gagnvart starfsfólki sem leggur aðra í einelti, beitir áreitni eða ofbeldi, t.d. með áminningu eða uppsögn. Ef gerandinn er áfram í starfi verði hann látinn axla ábyrgð og hann studdur til að láta af hegðun sinni. Þörf þolanda fyrir stuðning er metin og stuðningur veittur eftir því sem þörf krefur.
Leiði mat á aðstæðum til þess að einelti, áreitni eða ofbeldi eigi sér ekki stað eða hafi ekki átt sér stað á vinnustaðnum skal samt sem áður grípa til aðgerða í því skyni að uppræta þær aðstæður sem kvartað hafði verið yfir eða bent verið á, séu aðstæðurnar enn til staðar, sem og í því skyni að koma í veg fyrir að aðstæðurnar komi upp aftur.
Öllum aðilum ber skylda til að bregðast við eins fljótt og kostur er komi framábending um einelti, áreitni eða aðra óviðeigandi hegðun í garð starfsfólks á vinnustað. Öll mál sem berast um einelti, áreitni eða aðra óviðeigandi hegðun eru könnuð og er það á ábyrgð stjórnenda að tryggja það. Tryggt erað fyllsta trúnaðar sé gætt í hvívetna við meðferð mála og gagna til að vernda hagsmuni allra hlutaðeigandi.
Starfsfólk skal hafa gildi Sólar ehf – virðing, jákvæðni og fagmennsku – að leiðarljósi í daglegu starfi og sýna siðferðilega ábyrgð í samskiptum við samstarfsfólk.
Starfsfólki er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti, áreita eða beita það ofbeldi.
Allt starfsfólk skal taka þátt í að skapa jákvætt vinnuumhverfi sem stuðlar að vellíðan á vinnustað og er laust við einelti, kynferðislega áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi.
Nýju starfsfólki skal kynnt stefna og viðbragðsáætlun fyrirtækisins til að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá fyrirtækinu. Ef yfirmaður fær vitneskju um einelti, áreitni eða ofbeldi skal hann bregðast við í samræmi við viðbragðsáætlun.
Fyrirtækið mun grípa til aðgerða gagnvart starfsfólki sem leggur aðra í einelti, beitir áreitni eða ofbeldi, t.d. með áminningu eða uppsögn. Ef gerandinn er áfram í starfi verði hann látinn axla ábyrgð og hann studdur til að láta af hegðun sinni. Þörf þolanda fyrir stuðning er metin og stuðningur veittur eftir því sem þörf krefur.
Leiði mat á aðstæðum til þess að einelti, áreitni eða ofbeldi eigi sér ekki stað eða hafi ekki átt sér stað á vinnustaðnum skal samt sem áður grípa til aðgerða í því skyni að uppræta þær aðstæður sem kvartað hafði verið yfir eða bent verið á, séu aðstæðurnar enn til staðar, sem og í því skyni að koma í veg fyrir að aðstæðurnar komi upp aftur.
Stefna þessi tekur gildi frá og með apríl 2023 og var samþykkt af framkvæmdastjórn.
Jafnréttisáætlun Sólar ehf 2023 – 2026
Tilgangur
Hjá Sólar ehf starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks, af ólíku þjóðerni og með ólíkan bakgrunn. Jafnréttisáætlunin er sett fram samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna nr.150/2020, og annarra laga og krafnaer snúa að jafnrétti.
Tilgangur áætlunarinnar er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna ogþeirra sem eru með hlutlausa skráningu í þjóðskrá, sem starfa innan fyrirtækisins óháð því hvaða starfi þau sinna. Sólar ehf skuldbindur sig til aðvera vinnustaður þar sem allt starfsfólk er metið á eigin forsendum, óháð kyni, þjóðerni, aldri, trúarskoðun eða öðru slíku.
Sólar ehf mun kynna áætlunina fyrir öllu starfsfólki enda mikilvægt að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í öllum störfumog verkefnum innan fyrirtækisins.
Jafnréttisáætlunin nær til allra starfsmanna Sólar ehf.Sólar hefur einnig sett sér sérstaka jafnlaunastefnu.
Tilgangur áætlunarinnar er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna ogþeirra sem eru með hlutlausa skráningu í þjóðskrá, sem starfa innan fyrirtækisins óháð því hvaða starfi þau sinna. Sólar ehf skuldbindur sig til aðvera vinnustaður þar sem allt starfsfólk er metið á eigin forsendum, óháð kyni, þjóðerni, aldri, trúarskoðun eða öðru slíku.
Sólar ehf mun kynna áætlunina fyrir öllu starfsfólki enda mikilvægt að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í öllum störfumog verkefnum innan fyrirtækisins.
Jafnréttisáætlunin nær til allra starfsmanna Sólar ehf.Sólar hefur einnig sett sér sérstaka jafnlaunastefnu.
Markmið
Sólar leggur áherslu á jafnan rétt kynja til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og störfum meðal allra starfsstétta Sólar. Starfsfólk fyrirtækisins skal enn fremur njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða öðrum þáttum. Sólar fékk jafnlaunavottun árið 2020 og hefur viðhaldið henni síðan skv. 7 gr. laga nr. 150/2020. Ár hvert verður unnið að viðhaldsvottun og þriðja hvert ár endurvottun.
Eftirfarandi eru markmið Sólar
- Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni.
- Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni.
- Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.
- Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og fjölskyldulíf eins og kostur er.
- Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna.
- Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum.
Siðareglur Sólar
Siðareglur Sólar innihalda almenn viðmið um góða og ábyrga starfshætti ogtaka til allra sem starfa hjá fyrirtækinu, koma fram fyrir þess hönd eða í nafni þess. Við tileinkum okkur siðareglur þessar í störfum okkar, í samskiptum við viðskiptavini, birgja sem og aðra hagaðila.Starfsfólk Sólar skal hafa gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í öllum sínum störfum, í samskiptum sín á milli, gagnvart viðskiptavinum og öðrum samstarfsaðilum. Gildi Sólar eru: VIRÐING, JÁKVÆÐNI og FAGMENNSKA.
Markmið með siðareglum þessum er að skapa ramma um störf okkar og gefa leiðbeiningar um það hvernig við högum störfum okkar fyrir fyrirtækið, hvernig við högum samskiptum okkar á milli og gagnvart samstarfsaðilum. Þá er reglunum ætlað að tryggja heiðarleika og stuðla að hlítni við þær starfsreglur sem við setjum okkur og gagnvart lögum og reglum samfélagsins.
Samfélag
Við viljum eiga þátt í það byggja upp samfélagið sem við störfum í og njóta virðingar. Virðingu ávinnum við okkur með athöfnum okkar innan og utan fyrirtækisins, þar sem leikreglum samfélagsins er fylgt og með því að vinna störf okkar að heiðarleika, sanngirni og réttsýni.Við erum staðráðin í að láta óréttmæta viðskiptahætti ekki viðgangast en það felur meðal annars í sér að tilkynna um ætluð brot til réttra aðila og taka þátt í aðgerðum sem stuðla gegn svikum, spillingu og ólöglegri starfsemi.
Jafnrétti og virðing
Við höfum jafnrétti og mannréttindi ávallt að leiðarljósi í störfum okkar. Við sýnum umburðarlyndi og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða. Við stuðlum að gegnsæi með starfsaðferðum okkar, með jákvæðum samskiptum og tryggjum þannig öfluga liðsheild.
Öryggi
Við gætum ávallt fyllsta öryggis í störfum okkar, upplýsum og fræðum starfsmenn og samstarfsaðila um þær öryggiskröfur sem eiga við og okkur ber að fylgja. Þannig fylgjum við öryggisreglum í hvívetna.
Viðskiptavinurinn
Við hlúum að góðum tengslum við viðskiptavini okkar, hlustum á þarfir
þeirra og leggjum okkur fram við að ávinna okkur traust. Við leggjum okkur
fram við að vinna úr athugasemdum og ábendingum, leitumst við að læra
af þeim og bregðumst við án tafar. Við sýnum heilindi í samskiptum við
viðskiptavini þannig að beggja hagur sé tryggður. Við bjóðum ekki verðmæti, gjafir eða annað sem túlka mætti sem tilraun til að hafa áhrif á
ákvarðanatöku og stuðla að óeðlilegum ávinningi.
þeirra og leggjum okkur fram við að ávinna okkur traust. Við leggjum okkur
fram við að vinna úr athugasemdum og ábendingum, leitumst við að læra
af þeim og bregðumst við án tafar. Við sýnum heilindi í samskiptum við
viðskiptavini þannig að beggja hagur sé tryggður. Við bjóðum ekki verðmæti, gjafir eða annað sem túlka mætti sem tilraun til að hafa áhrif á
ákvarðanatöku og stuðla að óeðlilegum ávinningi.
Samstarfsaðilar
Við höfum virðingu og heiðarleika að leiðarljósi í samskiptum gagnvart samstarfsaðilum og öðrum hagsmunaaðilum. Við gerum kröfu um að starfsemi samstarfsaðila sé í takt við sett lög og reglur samfélagsins og í takt við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Við öflum okkur nægilegra upplýsinga um samstarfsaðila til að fullvissa okkur um að við gerumst ekki með sek um óréttmæta viðskiptahætti eða mannréttindabrot.
Vinnustaðurinn
Það er á ábyrgð allra starfsmanna Sólar að stuðla að góðri liðsheild og starfsanda, okkur er umhugað um samstarfsfólk okkar, viðskiptavini og aðra samtarfsaðila. Við sýnum hvort öðru sanngirni og virðingu. Við erum umburðalind og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njóta sín í þeim tilgangi að stuðla að starfsánægju og byggja með jákvæðum hætti undir samfélagið okkar.
Trúnaður
Við gætum ávallt fyllsta trúnaðar og erum bundin þagnarskyldu um hvaðeina sem við fáum vitneskju um í störfum okkar varðandi málefni fyrirtækisins, varðandi málefni sem snúa að viðskiptavinum okkar og öðrumsamstarfsaðilum. Við hagnýtum ekki slíkar upplýsingar í eigin þágu og ljóstrum ekki upp um upplýsingar sem leynt eiga að fara, nema skylt sé að veita slíkar upplýsingar lögum samkvæmt.Þagnar- og trúnaðarskylda helst þó látið sé af störfum.
Orðspor
Orðspor Sólar er ein okkar verðmætasta eign. Okkur ber að varðveita og efla orðsporið til að ávinna okkur traust samfélagsins og til að skapa góðan vinnustað. Þetta gerum við best með því að virða og fylgja siðareglum fyrirtækisins í hvívetna.
Útgefið í Reykjavík, janúar 2018.