UM SÓLAR

Sólar Kleppsmýrarvegi

 

Sólar hefur um árabil sérhæft sig í alhliða ræstingum fyrir fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu.

Við erum eitt stærsta ræstingarfyrirtækið á höfuðborgarsvæðinu, en hjá okkur starfa yfir 300 frábærir starfsmenn. Allt frá fyrsta degi hefur meginstoð fyrirtækisins verið starfsmannastefna byggð á jákvæðri endurgjöf, virðingu og góðum starfsanda. 

Virðing fyrir umhverfinu er órjúfanlegur hluti af viðskiptastefnu okkar og áherslum. Við erum lifandi fyrirtæki sem lítur á sig sem ábyrgan þátttakanda í vistkeðjunni. Þess vegna eru þau ræstiefni sem við notum Svansvottuð og við notum eins lítið af plastpokum og unnt er.

Mikilvægur hluti af þjónustu okkar er eftirfylgni en við erum stolt af okkar frábæru þjónustudeild sem sér til þess að gæði ræstinga og annarrar þjónustu séu alltaf eins og best verður á kosið. Þjónustu- stjórar okkar eru í góðum samskiptum við viðskiptavini og alltaf til taks.

Starfsfólk okkar fær góða þjálfun og öflugt gæðaeftirlit tryggir hámarksárangur.

Sólar er aðili í Stjórnvísi, félag um framsækna stjórnun og Samtökum atvinnulífsins. Fimmta árið í röð tökum við stolt við viðurkenningu Creditinfo, en við erum ein örfárra íslenskra fyrirtækja sem standast kröfur þeirra um framúrskarandi fyrirtæki.

Eineltisstefna Sólar

 

Starfsmannafélag Sólar

Hjá fyrirtækinu er mjög öflugt starfsmannafélag og við leggjum kapp á að vera lifandi, skemmtilegur og umhyggjusamur vinnustaður. Býður félagið uppá ýmsa skemmtilega viðburði fyrir félagsmenn, má þar nefna vorfagnaði, jólahlaðborð og ýmsar árstíðartengdar uppákomur. 

Stowarzyszenie Pracowników Sólar

W firmie działa prężnie Stowarzyszenie Pracowników gdyż chcemy aby nasza firma była żywym, fajnym i dbającym o pracownika miejscem pracy. Stowarzyszenie organizuje różne atrakcje dla swoich członków tj. wiosenną wycieczkę, kolację swiąteczną i inne wydarzenia w ciągu roku.