Þjónustan okkar

Bón- og bónleysing

Við sérhæfum okkur í bónun og bónleysingu á vínyl- og línóleumdúkum. Með bónun er yfirborð dúkanna varið og fær fallegan gljáa sem auðveldar þrif og eykur endingu. Ef þörf er á að endurnýja bónhúðina, fjarlægjum við gömlu bónhúðina með bónleysingu og endurbónum gólfefnið fyrir ferskt og nýtt útlit. Við bjóðum uppá að koma á staðinn og meta þörf fyrir hvert verkefni.