Sólar fær öflugan liðsstyrk
Sólar hefur á síðustu mánuðum bætt við sig miklum liðsstyrk en Eydís Perla Martinsdóttir hefur verið ráðin á sölu- og markaðssvið og á rekstrar- og mannauðssvið hafa þau Eyþór Örn Ólafsson og Vilborg Anna Garðarsdóttir verið ráðin til starfa. Við erum gríðarlega ánægð að fá þetta öfluga fólk til liðs við okkur og styðja þannig við núverandi þjónustustig, áframhaldandi vöxt og uppbyggingu á innviðum hjá Sólar.