.png)
Golfmót Sólar
Golfmót Sólar var haldið 26. júní í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Golfmót Sólar var haldið 26. júní í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Annað árið í röð þar sem Sólar bíður viðskiptarvinum sínum ásamt byrgjum á golfmót þar sem við spilum Texas Scramble og höfum gaman saman. Á næsta ári vonumst við til að geta stækkað mótið enn frekar. Gaman er einnig að segja frá því að Sólar er með styrktarsamning við Golfklúbinn Keili.
Nokkuð góð mæting var á þessu ári og fengum við að njóta viðveru starfsmanna frá Stórkaupum, Háskóla Reykjarvíkur, Hrafnistu, Innnes, Norðurál, Papco og Rekstrarlundi.
Veðrið var aldeilis að vinna með okkur og var frábær stemmning á golfvellinum. Að lok mótsins var svo skellt sér í golfskálann og borðað saman.
Úrslit mótsins:
1. Brynjar frá Rekstrarlundi og Eydís frá Sólar
2. Bjarni og Þórður frá Papco
3. Rúnar Már Jónatansson og Rúnar Már Smárason frá Innnes
Veitt voru verðlaun fyrir 1 sætið og nándarverðlaun á 17 holu.
Viðar Þór Sigurðsson frá Norðurál fékk nándarverðlaunin fyrir að slá 5 metrum frá holu.
Við viljum þakka öllum sem gáfu sér tíma til að koma og spila með okkur. Hlökkum til að sjá sem flesta á næsta ári.