SÉRVERKEFNI - HREINGERNINGAR - SÓTTHREINSIÞRIF


COVID-19 SÓTTHREINSIÞRIF

Sólar hefur um áraraðir komið sér upp sérþekkingu er kemur að smitgát og sýklaþrifum. Við höfum starfað meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi síðastliðin ár, en þess má geta að starfsfólkið okkar er meðal framlínustarfsmanna Fossvogsspítala, nú á meðan spítalinn vinnur að því stóra verkefni að huga að COVID-19 smituðum sjúklingum. Við erum til þjónustu reiðubúin að aðstoða þig og þitt fyrirtæki eða stofnun, hafðu samband í gegnum heimasíðu okkar, við svörum daglega beiðnum því við vitum að verkefni sem þessi þola enga bið.

SÉRVERKEFNI

Þær breytingar urðu árið 2019 að Sólar ehf. keypti rekstur Táhreint ehf. Rekstur Táhreint varð öflug viðbót við sérverkefnadeild Sólar og með kaupunum er ætlunin að treysta stoðir þjónustudeildar enn frekar. Starfsmenn Táhreint og Sólar, með Ólaf Eggertsson í fararbroddi, búa yfir áralangri reynslu og sérþekkingu, sem kemur til með að veita viðskiptavinum okkar öflugri og víðtækari þjónustu en áður.

Starfsfólk okkar tekur vel á málunum og viðskiptavinurinn er undantekningalaust ánægður með útkomuna.

Sérverkefni – hreingerningar: 

 • Iðnaðarþrif
 • Alþrif (hreingerningar)
 • Sótthreinsiþrif
 • Jóla- og vorhreingerningar
 • Gler og milligler innandyra
 • Gluggar að innan jafnt sem utan
 • Vöruhúsaþrif
 • Loftþrif og loftstokkaþrif
 • Þrif á iðnaðareldhúsum
 • Háþrýstiþvottur
 • Tyggjóhreinsun
 • Veggjakrotsþrif
 • Stéttaþrif
 • Þrif á ruslageymslum
 • Þrif á bílastæðahúsum
 • Mygluþrif
 • Umhverfisvæn illgresiseyðing
 • Kísilhreinsun

Gólfverkefni:

 • Bón- og bónleysing
 • Dúkaþrif
 • Steinteppaþrif
 • Djúphreinsun teppa
 • Flísaþrif
 • Parketþrif
 • Sýruþvottur

Ekkert verkefni er okkur ofviða. Hafðu samband til að fá lausn á þínum málum. 

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af nokkrum vel heppnuðum hreingerningum unnin af okkar frábæra starfsfólki.Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á solarehf.is


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur