GLUGGAÞVOTTUR

Sólar hefur um árabil séð til þess að starfsmenn fyrirtækja og stofnana sjái veröldina í skýru ljósi, en skítugir gluggar hefta dagsbirtuna og láta allt líta út fyrir að ekki sé búið að ræsta fyrirtækið. Gluggar eru andlit hússins, fáðu tilboð frá okkur í regluleg eða einstaka gluggaþrif, að innan jafnt sem utan.

Nú til dags hefur færst í vöxt að setja upp milliveggja gler í skrifstofurýmum og öðrum rýmum, en glerveggir opna vel rýmin og hleypa birtunni í gegn. Milligler þarf að þrífa einu sinni til tvisvar sinnum á ári ef vel á að vera því þau safna ryki og á þeim myndast ský. Við gerum fyrirtækjum tilboð í glerþrif, hvort sem það er í eitt skipti eða reglubundin þrif.

Taktu þetta alla leið, ekki skilja andlitið eftir. Hafðu samband.