AÐSTOÐ Í ELDHÚSUM OG MÖTUNEYTUM

Allir kokkar þurfa góðan aðstoðarmann. Viðskiptavinir okkar hafa getað leitað á náðir okkar þegar kemur að aðstoð í eldhúsi eða mötuneyti. Við getum gefið þér tilboð í tímabundna aðstoð eða til langframa, heyrðu í okkur og sjáðu hvað við getum boðið þér.

Starfsfólk okkar getur undirbúið matmálstíma, hitað upp aðkominn mat, framreitt hann og allt hvað er fellur undir starf aðstoðarmanns.

Léttu þér lífið, það þarf ekki alltaf allt að fara á hliðina þó svo að einhver úr eldhúsinu eða mötuneytinu sé að fara í frí. Heyrum frá þér.